Komdu niður
Þegar ég var lítil var ég voða feimin oft
og væri einhver ókunnugur skaust ég upp á loft.
En ef að ég var úti, þegar gest að garði bar,
ég geystist upp á hlöðuburst og settist niður þar .
Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður,
komdu niður, sungu öll í kór.
Svo stækkaði ég meira og þá varð ég voða kát,
og veslings pabba og mömmu oft ég setti hreint í mát.
Égskoppaði og hentist yfir hvað sem fyrir var,
ég hoppaði upp á skólaþak og settist niður þar.
Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður,
komdu niður, sungu öll í kór.
En seinna verð ég stærri og það verður gaman þá ,
og víst er það að margt þið fáið þá til mín að sjá.
Þá ætla ég nú upp í tunglið strax að fá mér far,
og finna karlinn skrýtna sem að á víst heima þar.
Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður,
komdu niður, sungu öll í kór.
Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður,
komdu niður, sungu öll í kór.
Sumarkveðja 專輯歌曲
Hafdis Huld 熱門歌曲
更多專輯
# | 專輯 | |
---|---|---|
1 | Made In Iceland VII | |
2 | Chill Out (Sit Back And Relax) | |
3 | The Remixes | |
4 | You To Me Are Everything | |
5 | Synchronised Swimmers | |
6 | Sumarkveðja | |
7 | Home | |
8 | Dirty Paper Cup | |
9 | What Is Love? | |
10 | Machine Says Yes |